top of page

Snorri Freyr Hilmarsson

Leikmyndahönnuður

Snorri Freyr Hilmarsson lærði leikmyndahönnun í Tækniháskólanum í Birmingham. Hann hefur gert fjölda leikmynda fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín. Meðal leikmynda sem Snorri hefur hannað fyrir Borgarleikhúsið má nefna Öndvegiskonur, Blíðfinn, Boðorðin níu, Kvetch, Sporvagninn Girnd, Draugalestina, Sekt er kennd, Söngvaseið, Gauragang, Fólkið í kjallaranum, Galdrakarlinn í Oz og Nei Ráðherra. Hann var einnig hönnuður og meðhöfundur að Jesú litla sem fékk Grímuverðlaun árið 2010 sem sýning ársins og leikrit ársins. Auk þess hefur Snorri starfað í Þjóðleikhúsinu, til dæmis við uppsetningu sýninganna Sannar sögur af sálarlífi systra, Hægan Elektra, Laufin í Toscana, Lífið þrisvar sinnum, Rakstur og Sælueyjan. Snorri hefur einnig gert leikmyndir fyrir Íslensku óperuna, en þar má nefna Sweeney Todd, Tökin hert og Brottnámið úr kvennabúrinu. Fyrir sjálfstæða leikhúsið Annað Svið hefur hann gert leikmyndir fyrir Sjúk í ást, Beðið eftir Beckett, Úlfhamssaga, Ferðalag Fönixins og Enginn hittir einhvern.

Snorri Freyr Hilmarsson
bottom of page