top of page

Melkorka Gunborg Briansdóttir

Aðstoðarleikstjóri

Melkorka Gunborg Briansdóttir er nemandi á lokaári í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, en skólaárið 2020-21 stundaði hún nám við University College London. Í nóvember 2021 setti hún upp eigið sviðsverk, Mamma er kona eins og ég, á Litla sviði Borgarleikhússins á vegum Ungleiks. Auk þess hefur Melkorka unnið sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1, bæði fyrir Tengivagninn, Lestina og Orð um bækur.

Melkorka Gunborg Briansdóttir
bottom of page