top of page

María Ellingsen

Leikari

María Ellingsen nam leiklist við Tilraunaleikhúsdeild New York Háskóla. Hún hefur leikið fjölmörg hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsi, í sjónvarpi, kvikmyndum og hjá sjálfstæðu Leikhúsunum. Hún fór til New York til að bæta við sig reynslu í leikstjórn og dvaldist þar ytra um hríð við leik í sjónvarpi og kvikmyndum, þar til íslenska kvikmyndin Agnes kallaði hana heim til Íslands á ný. Fyrir túlkun sína á hinni hatrömmu vinnukonu var María valin besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Verona. Síðan hefur hún jöfnum höndum leikið, leikstýrt og samið verk. Nú síðast var hún í Thin Ice á RÚV, Hver drap Friðrik Dór og í eigin höfundar- verki Arctic Women á Svalbarða. Þá leikur hún um þessar mundir í Er ég Mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu

María Ellingsen
bottom of page