top of page

Filippía I. Elísdóttir

Búningahönnun

Filippía I. Elísdóttir hefur komið að á annað hundrað sýningum sem búninga- og sviðsmyndahönnuður, listrænn ráðgjafi og höfundur gjörninga. Sem búninga- og sviðsmyndahönnuður hefur hún starfað fyrir leikhús, óperur og kvikmyndir, jafnt á Íslandi sem erlendis, og hlotið ýmiss konar viðurkenningar fyrir störf sín, þar á meðal fjölmörg Grímuverðlaun.

Meðal sýninga sem Filippía hefur unnið að má nefna Nashyrningana, Vertu úlfur, Djöflaeyjuna, Sjálfstætt fólk - hetjusögu og Engla alheimsins í Þjóðleikhúsinu, Ríkharð III, Rocky Horror, Mamma Mia, Ofviðrið, Sölku Völku og Woyzeck í Borgarleikhúsinu og Brottnámið úr kvennabúrinu, Sweeney Todd, La Traviata, Rigoletto, Töfraflautuna og La Boheme hjá Íslensku óperunni. Þá var hún var meðal höfunda og gerði búninga fyrir Ferðalag Fönixins sem Annað Svið setti upp fyrir Listahátið í Reykjavík.

Filippía I. Elísdóttir
bottom of page