top of page

Björn Bergsteinn Guðmundsson

Ljósahönnuður

Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður hefur á langri starfsævi unnið við öll svið landsins, en auk þess starfaði hann í eitt ár við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Meðal verka sem hann hefur unnið að eru Villiöndin, Brúðuheimilið, RENT, Krítarhringurinn í Kákasus, Kirsuberjagarðurinn, Blái hnötturinn, Hver er hræddur við Virginíu Wolf?, Svar við bréfi Helgu, Mýs og menn, Hamlet, Mávurinn, Njála, 1984, Medea, Ríkharður III, Rocky Horror og Níu Líf auk ótal annarra. Björn hefur jafnframt starfað erlendis og lýsti meðal annars óperu Richard Wagners Sigfried hjá Badisches Staatstheater í Karlsruhe árið 2017, Söngleik um Yves Montand í Ríalto theater í Kaupmannahöfn og Hárið í Barcelona. Fyrir Annað Svið hefur hann lýst Salka Valka – ástarsaga, Ferðalag Fönixins, Enginn hittir einhvern og Úlfhamssögu sem hann hlaut Grímuverðlaun fyrir. Björn er fastráðinn yfirljósahönnuður hjá Þjóðleikhúsinu.

Björn Bergsteinn Guðmundsson
bottom of page