top of page

Auður Jónsdóttir

Þýðing

Auður Jónsdóttir hefur sent frá sér tólf bækur, skáldsögur, barnabækur og fræðibækur almenns eðlis. Hún hefur tvívegis verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna norðurlandaráðs og sex sinnum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en þau hlaut hún fyrir skáldsöguna Fólkið í kjallaranum. Hún hefur tvívegis hlotið Fjöruverðlaunin, auk þess sem hún hefur hlotið rithöfundaviðurkenningu Ríkisútvarpsins og viðurkenningu bókasafns- og upplýsingafræðinga. Skáldsagan Stóri skjálfti hlaut Íslensku bóksalaverðlaunin.

Bækur Auðar hafa verið þýddar á ýmis tungumál og einnig öðlast nýja birtingarmynd í kvikmyndum og leikhúsi. Auður var leikskáld Borgarleikhússins árið 2009 og hefur þýtt leikrit, nú síðast Upphaf eftir David Eldridge sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur jafnframt starfað sem sjálfstæður blaðamaður og skrifað pistla fyrir fjölmiðla nánast óslitið frá árinu 2003.

Auður Jónsdóttir
bottom of page