top of page

Anna Kolfinna Kuran

Sviðshreyfingar

Anna Kolfinna Kuran er sjálfstætt starfandi listakona. Hún útskrifaðist með BA- gráðu af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013 og með meistaragráðu í performance fræðum (e. performance studies) úr New York Háskóla árið 2017.

Frá árinu 2013 hefur Anna Kolfinna unnið að ýmsum verkefnum í samstarfi við aðra eða að sólóverkefnum bæði sem höfundur og flytjandi. Verk hennar taka á sig ólíkar myndir þar sem flæði milli miðla, greina og aðferða er greinilegt, megin áherslan liggur þó í því sjónræna og líkamlega. Gegnumgangandi þemu í verkum hennar eru að rannsaka viðfangsefni sem við koma líkama konunnar og samtíma femínisma.
Anna Kolfinna er meðal stofnenda fjöllistahópanna Dætur og Kraftverk sem unnið hafa að ýmsum sýningum síðustu ár. Anna Kolfinna samdi og sýndi verkið "Bríet" á Reykjavík Dance Festival árið 2015, en verkefnið var unnið í samstarfi við hátíðarhöld vegna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Undanfarin ár hefur Anna Kolfinna einblínt á langtíma verkefni sem ber titilinn "Konulandslag" þar sem hún rannsakar tengsl milli kyns og rýmis. Anna Kolfinna einnig fengist við samstarfsverkefni við aðra listamenn, þar á meðal kom hún fram sem flytjandi í verkinu "Atómsstjarna" sem sýnt var í Ásmundarsal á Listahátíð 2018 og samdi verkið "Allar mínar systur" fyrir ungmennadansflokkinn Forward Youth Company sem sýnt var á hátíðinni Únglingurinn í Hafnarhúsinu 2018. Á árinu 2020 hlaut Anna Kolfinna 6 mánuði í starfslaun úr Sviðslistasjóði þar sem hún vann meðal annars að þverfaglegu sólóverkefni í samstarfi við listamenn úr ólíkum greinum.

Anna Kolfinna Kuran
bottom of page