top of page

Ólafur Björn Ólafsson

Tónlist

Ólafur Björn Ólafsson lauk B.A.gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og stundaði einnig tónsmíðanám við Universität der Künste í Berlín og í Konservatoríinu í Den Haag í Hollandi.

Ólafur hefur gefið út hljómplötur undir eigin nafni en einnig unnið með fjölmörgum hljómsveitum og tónlistarmönnum sem slagverks- og hljómborðsleikari.

Má þar nefna Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur, Jónsa, Sigur Rós, Gjörningaklúbbinn, Stórsveit Nix Noltes, Kanada, Benna Hemm Hemm, Rúnk, slowblow,múm, Unun, Skúla Sverrisson, Ólöfu Arnalds, Dúó Harpverk og Emilíönu Torrini.

Auk tónlistar fyrir kvikmyndir,heimildarmyndir og listasýningar hefur Ólafur samið fyrir leiksýningar í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu,Tjarnarbíó og Iðnó.

Í tónlistinni sem Ólafur Björn samdi fyrir verkið leikur Una Sveinbjarnardóttir á fiðlu og víólu.

Ólafur Björn Ólafsson
bottom of page